veðurspáin segir rigning en inni hjá mér er ekkert nema sól og blíða...
ég gæti jafnvel gerst svo djörf að segja að ég labbi á sólskini...
vikan mín hefur verið afskaplega skemmtileg so far.
Ég fékk óvænta heimsókn á miðvikudagsmorgun og morgunmat í rúmið.... ef það startar ekki helginni þá veit ég ekki hvað gerir það?
karlmenn sem koma og banka á gluggann eru hreinlega að slá í gegn, meira segi ég ekki í bili
um það mál.
heilsuátakið heldur áfram.
salatskálin við hlið mér horfir á mig og biður um að láta borða sig.
Ég er enn í frumlegheitunum hvað salatgerð varðar, bláber, gúrkur, rúkkóla og spínat og cherry tómatar með smá lífrænu hnetusmjöri og extra virgin ólivolívu...
þetta salat er reyndar ekkert sérstaklega gott en hinar tilraunirnar hafa verið það..
ég vil samt aðallega þakka honum föður mínum fyrir þessa hugmyndir í kringum salötin.. hann startaði þessu sem og ljósbrá í sumar....
ég vissi ekki að ostur væri fitandi. ég sem sker mér reglulega stóran bút af AB ostinum mínum og maula á og gott ef ekki styn í sömu andrá.... merkilegt!
íbúðin heldur áfram að vera kósí og þjóna sínum tilgangi vel. ég er búin að komast að því að...
það býr hot strákur á móti mér....
stebbi frá kefl sem var bekkjabróðir minn allan grunnskólann býr í næsta gangi
matti frá kefl býr svo fyrir neðan mig...
annars hef ég bara séð mjög ungt fólk- svona út á landi lið- spennandi það.
Ég komst loksins að því hvar þvottahúsið er, þó er ekki þar með sagt að ég viti hvernig sú pæling
virki, síður en svo.
Ég var búin að sjá fyrir mér að sitja fyrir framan þessar industrial vélar að lesa Cosmo eða Elle og bíða eftir þvottinunum mínum, kannski mingla með hinum sem eru líka að þvo...
neinei.
ekkert svoleiðis, maður þarf eitthvað spes þvottakort og það er enginn þarna niðri ALDREI og minningar frá myndunum IT og Nightmare on Elm street ásóttu mig í gríð og erg...
ég setti þvottinn minn í poka og til mömmu.
annak benti mér á að ég gæti þvegið hjá henni..minor detail sem ég ekki fattaði... en ég fæ hann hreinan og fínan og brotin saman, gott ef ekki straujaðan til mín, express via mamma....
besta þvottahúsið í heiminum.
sem fátækur námsmaður þarf maður að kötta á nokkra lúxusa í lífinu líkt og kaffihús á hverju kvöldi og vax hjá pró konu.
seinasta þriðjudagskvöld greip sú skelfingarhugsun mig að ég þurfti að vaxa mig sjálf.
alein.
ég hringdi í örnu sem var ekki spennt yfir því að smyrja neðri svæðin mín með grænu gúi og teygja og toga...
neyðin kennir loðinni konu að vaxa...
ég sat í mjög sérkennilegum fimleikastellingum inn á baðherbergisgólfi hjá mér að hlusta á Peaches... ég var að skapa svona -UCANDOIT- stemmingu með því að tjannta fuck the pain away, precisely það sem ég hafði hugsað mér að gera daginn eftir.
hvað um það, áfram hélt vaxið.
fæturnir gengu ágætlega, ekki frábærlega heldur ágætleg. ég var að læra að nota þetta nýja
náttúrulega má-borða vax mitt frá Ástralíu. hafðist svo sem á endanum með stöku hári hér og þar.
bikiníið var svo annað mál.
ég pældi mikið í rökræðum þar sem að mér tókst á Sókratískan hátt að snúa loðnu mottunni upp á hann...ekki var hann allsber, afhverju þá ég?
en ég lét staðar numið við pælinguna.
af stað með græna gúið.
the pain
the agony
the tears
the beauty of a almost hair free zone...
þetta hafði tekist svona alveg næstum því. bara smá eftir hér og þar þegar ég ákvað að láta staðar numið, ég vildi ekki pína þessa elsku neitt meir og ég var komin með krampa í kálfann eftir að hafa beygt fótinn fyrir aftan höfuðið mitt svo ég næði nú örugglega að teygja á húðinni.
ég er fljótfær, svoleiðis er það nú bara, stundum er það spontant en stundum er það bara fljótfærni, ekkert að fegra það.
í vaxinu var ég fljótfær.
EFTRI Á , las ég leiðbeiningarnar....aha! þessvegna var þetta svona sárt...
ég gerði þetta VITLAUST!!!
maður má ekki vera nýkominn úr sturtu.
vaxið á að fara á stripið en ekki húðina.
það þarf að fá að standa í smá hita til að mýkja það.
og áfram héldu upplýsingarnar að streyma inn í heilann í gegnum augun sem einmitt trúðu ekki þvi sem þau voru að lesa.
beauty is pain.
no pain no gain.
næst ætla ég að lesa leiðbeiningarnar.
ég komst að því að ég á ekki ostaskerara, hann hefur tapast í búslóðaflutningunum miklu ´03.
stefnan er því tekin á Kringluna sem einmitt selur ostaskerara á 200 kr í Tiger og falleg stígvél fyrir fátækan námsmann.
ég er búin að safna fyrir flugi og hóteli á Kúbu um páskana, vantar bara gjaldeyri, hver er með í ævintýri????????????
vantar vin??????????
ég er rosa líbó og skemmtileg'??
i make mean mojitos......
hafið mig í huga.
ég er að spá í að fara að panta sem fyrst.
ég er eins og Pringles. eða líf mitt er eins og Pringles. ég má ekki byrja á einhverju sem er vanabindandi, no turning back.
once you pop you just cant stop........
ég trúi ekki að ég sé að fara að segja þetta en mig langar í..........
ipod nanó....
(gasp!)
minns er farinn að bila eitthvap og mig langar...ég vil....ég þarf...
ég er farin a stappa niður fótum.....
ég fæ vonandi Tivoli græjuna mína bleiku eftir helgi en það er ekki nóg....
sigga vill æpod...
núna takk....
ég kem mér ekki að því að byrja að læra.
ég bara hreinlega get það ekki.
í gær horfði ég á Pretty Woman og talað með, laug svo um kvöldið á strák á Kaffibarnum
að ég væri hóra og tók allar línurnar úr myndinni.... Litla ´85 greyið fattaði ekki neitt og var
orðinn frekar hræddur..
kannski sérstaklega með línuna: ég segi hvar,hver og hvenær; besta vinnan með skólanum;
ég geri allt nema kyssa á munninn.....
alltaf gaman að gabba og gantast. þegar hann spurði út í vin minn sagði ég honum að hann hefði keypt græna kortið, svona kort fyrir "regulars", benti honum á það að margar stelpur væru að þessu allar helgar en fengu ekkert fyrir, þetta væri nú bara reikningsdæmi sem 2.bekkur gæti
leyst!
hann jánkaði bara. kannski saup hann hveljur og gapti.
hvað um það, ég skemmti mér konunglega.
kannski best að fara að drífa sig í kb banka og stússast með örnu...
það verða kosningar Animu í kvöld á Prikinu....spennandi það.
aha!
ég veit hvað er að mér.
ég er alltof afslöppuð.
enginn uppsöfnuð spenna...
ekki einu sinni í öxlunum...
kannski er ég búin að finna lækninguna við vöðvabólgu...?
ég fékk nýja hugmynd fyrir kb banka entrepaneur ævintýrið mitt næsta sumar.....
ég er að fara á deit á sunnudaginn......mjög spennt yfir því.
ég hef einnig sokkið mér í lestur á karlmönnum í meyjunni og komist að því
að þeir eru fokk leiðinlegir.
ég er hér með hætt að trúa á stjörnuspár.
og stjörnumerki.
allt saman rugl!
smá trivia......... Darwin sagði EKKI the fittest will survive.........
siggs has left the building
föstudagur, september 16
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli